Um okkur


Við heitum Bryndís Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson og við fluttum hingað frá Akureyri í mars 1996.
Við eigum 3 börn og og búa þau öll hérna á svæðinu.
Við höfðum oft verið í fríi í Danmörku og líkaði mjög vel. Árið 1995 vorum við hér á ferðalagi og keyptum þennan gamla sveitabæ og þá var ekki aftur snúið, við urðum að flytja hingað.
Fljótlega eftir að við fluttum fór fólk að hringja og byðja okkur að útvega þeim gistingu hérna á svæðinu, uppúr því ákváðum við að prófa þetta bara sjálf, breittum gamla fjósinu og innréttuðum þar herbergi.
Árið 2000 rifum við gamla íbúðarhúsið og byggðum nýtt, í endan á því eru 3 gistiherbergi með sameigilegri snyrting fyrir gestina sem þar búa, við búum svo í restinni af húsinu í okkar prívat íbúð.
Segja má að þetta hafi gengið miklu betur en við áttum von á og nú er fullbókað hvert sumar hjá okkur, sumir gestirnir hafa komið aftur og aftur og við höfum eignast marga góða kunningja í gegnum þessa starfsemi okkar, allt yndælis fólk og flestir frá Íslandi.