Athyglisverðir staðir

Á þessari síðu langar okkur til að nefna nokkra staði hér í nágreninu sem við teljum vert að heimsækja.


Århus

Árósar (danska: Aarhus eða Århus) er önnur stærsta borg Danmerkur með 261.570 íbúa (2015) og enn fleiri í þéttum byggðum í nágrenninu.

Árósar er með eina stærstu gámahöfn í Skandinavíu og er höfnin einnig ásamt 100 stærstu gámahöfnum í heiminum. Árósar eru á Jótlandi og því hluti af meginlandi Evrópu ólíkt Kaupmannahöfn. Í Árósum er tiltölulega hátt hlutfall innflytjenda, eða um 12%. Í borginni er Háskólinn í Árósum þar sem tæplega 12.000 nemendur voru við nám árið 2005. Í dag hins vegar hefur skólinn stækkað til mikilla muna vegna sameiningar við aðrar skólastofnanir og telja nemendur skólans í heildina vera ca. 34.000

Víkingabærinn

Elsti fornleifafundur sem fundist hefur í Árósum er frá enda sjöundu aldar. Elsti húsafundur er af hálfniðurgröfnum húsum sem að voru bæði notuð sem heimili og verkstæði. Í húsunum og jarðlögunum sem umlykja húsin hefur meðal annars fundist greiða, skartgripir og samskonar hlutir sem gefa til kynna að búseta á svæðinu hafi verið nálægt níundu öld.

Minni bæjarsamfélög eins og Holmstrup (Árósar), sem er nálægt Árósum er dagsett nálægt 800 í heimildum frá 1294.

Um árið 1040 voru slegnar myntir í Árósum, fyrst af Hörða-Knúti og seinna af Magnúsi góða.

Virkisgarður

Á víkingatímabilinu var Árósar umlukin af varnargarði í formi hálfhrings. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær myndun varnargarðsins átti sér stað en þó er talið að það sé nokkrum árum eftir fyrstu búsetu á svæðinu, fyrri hluta níundu aldar. Uppgröftur vorið 2005 sýndi að varnargarðurinn var byggður mjög hratt upp í kringum 934, sem gæti verið í samhengi við árás Hinriks Fuglafangara á Jótland. Seinni hluta níundu aldar var varnargarðurinn styrktur og árið 1200 var hann stækkaður gríðarlega. Eftir seinustu stækkun var varnargarðurinn 20 metra breiður og sex til átta metra hár.
Elsti fornleifafundur sem fundist hefur í Árósum er frá enda sjöundu aldar. Elsti húsafundur er af hálfniðurgröfnum húsum sem að voru bæði notuð sem heimili og verkstæði. Í húsunum og jarðlögunum sem umlykja húsin hefur meðal annars fundist greiða, skartgripir og samskonar hlutir sem gefa til kynna að búseta á svæðinu hafi verið nálægt níundu öld.

Minni bæjarsamfélög eins og Holmstrup (Árósar), sem er nálægt Árósum er dagsett nálægt 800 í heimildum frá 1294.

Um árið 1040 voru slegnar myntir í Árósum, fyrst af Hörða-Knúti og seinna af Magnúsi góða.

 

Ólafur Elíasson

Árið 2007 var hugmynd Ólafs að listaverki sem fullgera átti ARoS Aarhus-listasafnið í Árósum valin ásamt fimm öðrum tillögum af dómnefnd.

Listaverk Ólafs, Your rainbow panorama, samanstendur af rúmlega 45 metra löngum og tæplega eins metra breiðum hringlaga gangi úr gleri í öllum regnbogans litum.

Hið litríka meistaraverk er 52 metrar í þvermál og stendur á grönnum súlum þrjá og hálfan metra ofan við þak safnsins.

Á kvöldin og nóttunni er verkið lýst upp að innan af kösturum í gólfinu. Bygging verksins kostaði 60 milljónir danskra króna. Hún hófst í maí 2009 og lauk í maí 2011.

Vegalengd frá okkur: 100 km

Nánari upplýsingar


Bindeballe Købmandsgård

Read moreAðgangur ókeypis.

Er gömul verzlun, byggð 1897 og er nánast eins og þegar hún var byggð.
Innréttingar er að mestu leiti þær sömu og þarna fæst ýmislegt sem ekki er fáanlegt annarstaðar, t.d kandís í spotta, bolsíur í járnbaukum og kramarhúsum, glansmyndir og dúkkulísur, olíulampar og flestir varahlutir í þá,ásamt ýmsu fleiru.
Fyrir allmörgum árum var verzluninni breitt í safn og er nú stærsta verzlunarsafn í Danmörku með ótrúlegu safni gamalla sýnishorna alskonar og hingað koma ca hundrað þúsund gestir árlega.
Safnið er á tveimur hæðum og einnig eru munir sýndir bak við húsið en þar eru einnig borð og stólar fyrir gesti til að njóta nestispakkans eða léttra veitinga sem hægt er að kaupa í búðinni.

Hinumegin við götuna er gömul járbrautastöð líka frá 1897 ásamt járnbrautavagni. Þarna getur að líta síðustu járnbrautastöðina sem eftir er af járnbrautinni sem lá frá Vejle til Billund og var lögð niður 1954.
Við mælum eindregið með heimsókn hingað.

Safnið er opið sem hér segir:
Mánudaga til laugardaga frá 08 til 17. sunnudaga 14 til 17.

Vegalengd frá okkur: 10 km

Nánari upplýsingar


Djurs sommerland

Djurs sommerland er vatna og skemmtigarðu sem er staðsettur ca 150 km norð-austur frá okkur. Það tekur ca. 1,5 til 2 tíma að aka þangað.
Mjög skemmtilegur garður með 60 tækjum eða uppákomum og þar er vatnaland með allskonar rússebönum, sundlaugum og fleiru, hvort sem þú ert 3 eða 80 ára finnur þú örugglega eitthvað við þitt hæfi.
Við viljum benda á að sunlaugarnar eru ekki upphitaðar, aðeins hitaðar af sólinni, þannig að ef kalt er í veðri eða skýjað þykir ‘Islendingum vatnið nú heldur kalt.

Vegalengd frá okkur: 140 km

Nánari upplýsingar


Engelsholmhöll

Hana er að finna ca 9 km í austur frá okkur.

Fyrst er Engelsholm getið á rituðu máli frá 1452 en núverandi höll var tekin í notkun 1.janúar 1593.
Höllin var upphaflega byggð í frönskum stíl,með fjórum turnum en fyrirmyndin er höllin Ancy-le-Franc sem liggur í Bourgogne og er sú byggð 1546.
Um 1730 er útliti hennar breitt nokkuð í Barokstil og 1737 eru settir suðurþýskir kúplar á turnana.
Aðalsmenn og greifar áttu höllina og jarðirnar í kring, en árið 1940 er henni breitt í háskóla sem hafði þá sérstöða, að hann var fyrir bæði kynin sem ekki var algengt í Danmörku á þessum árum.
1947 er svo farið að kenna hannirðir við skólann og sérstök áhersla lögð á danska bróderingu.
Uppúr 1960 er svo háskólanum breitt í listaháskóla eins og hann er í dag.
Hér eru nú haldin alskonar námskeið í fjölmörgum listgreinum, bæði stutt og löng og hafa nokkrir ‘Islendingar verið þar við nám síðustu ár.
Höllin er ekki opin fyrir almenning en hallargarðurinn er mjög fallegur og öllum opinn. Flesta daga og kvöld eru listafólk að störfum, við glerblástur, myndlist, útskurð og fleira og sumar vinnustofurnar eru opnar ásamt sýningarsal.
Galleríið Sjøhuset sem er í einkaeign og sýnir alskonar glerlist, er í næsta nágrenni og þangað er göngustígur.
Við mælum mjög með þessum stað,góð bílastæði, borð og bekkir, og eftir að þú hefur rölt í kringum höllina og upp stallana í garðinum, er alveg upplagt að keyra kringum vatnið sem höllin stendur við og stoppa við Nørup kirkju og njóta útsýnisins yfir að höllinni.

Vegalengd frá okkur: 10 km

Nánari upplýsingar


Esbjerg

Esbjerg er fimmti stærsti bær í Danmörku með 71.886 íbúa (2006) og er á suðvestur Jótlandi.

Þar eru góðir verslunarmöguleikar og margt að sjá.

Höfnin í Esbjerg var eitt sinn stærsta fiskihöfn Danmerkur og í dag er hún ennþá mikil driffjöður í bænum.

 

 

Vegalengd frá okkur: 65 km

Nánari upplýsingar


Hanstholm

Hanstholm er bær á Norður-Jótlandi. Íbúar Hanstholm voru 2.156 árið 2015.

Höfnin í Hanstholm gegnir mikilvægu hlutverki fyrir íbúa bæjarins og er hún einnig ein af mikilvægustu höfnum vestur strandar Jótlands. Í Hanstholm er einnig að finna einn stærsta fiskmarkaðinn í Danmörku.

Vegalengd frá okkur: 180 km

Nánari upplýsingar


Jesperhus blomsterpark

Jesperhus Blomsterpark er mjög skemmtilegur staður að heimsækja.

Blómadýrð mikil og margt athyglisvert að sjá.

Þar er vatnaland og margt fleira..

Vegalengd frá okkur: 150km

Nánari upplýsingar


Kaupmannahöfn

Íslenska heitið á Kaupmannahöfn á rætur sínar að rekja til þess tíma þegar borgin nefndist „Købmandshavn“ á dönsku. Nafnið hefur síðan einfaldast á máli Dana og orðið að København. Nafn borgarinnar á lágþýsku „Kopenhagen“ hefur gengið inn í önnur tungumál, svosem ensku (Copenhagen), frönsku (Copenhague) og ítölsku (Copenaghen). Íslendingar nefna oft borgina „Köben“ í daglegu og óformlegu tali, og er stytting á núverandi heiti hennar á dönsku.

Saga Kaupmannahafnar
Sveinn tjúguskegg er talinn hafa stofnað borgina um árið 1000, eða hugsanlega sonur hans Knútur hinn ríki (Sveinsson), en fornleifar benda þó til þess að búið hafi verið þar sem borgin stendur nú fyrir um 5000 til 6000 árum. Fyrst er minnst á borgina á árinu 1043, en Kaupmannahöfn fékk nafn sitt „Købmandshavn“ um 1200.

Árið 1728 hófst bruninn í Kaupmannahöfn og brann 28% Kaupmannahafnar.

Árið 2011 bjuggu 1.199.224 manns á stórkaupmannahafnarsvæðinu, þar af 509.861 (2008) í Kaupmannahöfn sjálfri. Flatarmál hennar er 400-455 km² og þéttleiki byggðar er 2.500-2.850/km².

Nokkur söfn
Á vefnum má fá upplýsingar um öll helstu söfn í Danmörku, sem eru opin almenningi, en hér skulu nefnd fáein þau þekktustu í Kaupmannahöfn og næsta nágrenni:

Arken. Safn fyrir nútímalist, tók til starfa 1996.
Det Kongelige Bibliotek. Konungsbókhlaða geymir ekki aðeins bækur og handrit á dönsku, heldur ýmislegt efni á öðrum tungumálum, og margt þetta má kynna sér á vefnum.
Louisiana. Safnið geymir nútímalist. Það er í Humlebæk, skammt norðan við Kaupmannahöfn.
Det Nationalhistoriske Museum Frederiksborg Slot. Málverk og aðrir gripir, sem varða danska sögu. Safnið er í Hillerød skammt frá Kaupmannahöfn. Umhverfis Friðriksborgarhöll er stór garður.
Nationalmuseet. Þjóðminjasafn Danmerkur en lætur sig jafnframt varða menningarsögu annarra þjóða. Safnið á upphaf að rekja til konungslistasafns, sem varð til um miðja 17. öld.
Ny Carlsberg Glyptotek. Þetta höggmyndasafn geymir fjölmörg verk úr fornöld, einkum frá Egyptum, Grikkjum, Rómverjum og Etrúskum, auk þess sem málverk frá seinni öldum eru mikilvægur hluti safnsins.
Rosenborg Slot – De Danske Kongers Kronologiske Samling. Munir úr eigu Danakonunga, þar á meðal krúnudjásnin. Umhverfis Rósenborgarhöll er stór garður (Kongens Have), sem margir heimsækja.
Statens Museum for Kunst. Ríkislistasafnið geymir 9.000 málverk og 300.000 koparstungur og grafíkverk, auk þess sem það varðveitir í annarri byggingu 2.600 gifsafsteypur.
Statens Naturhistoriske Museum. Þetta safn er þrískipt (grasafræði, dýrafræði, jarðfræði) og er á þremur stöðum.

Á sviði náttúrufræði má sömuleiðis nefna Danmarks Akvarium í Charlottenlund, sem hýsir þúsundir fiska (áformar á næstu árum að flytja til Kastrup og taka upp nafnið Den Blå Planet).
Thorvaldsens Museum. Safnið geymir höggmyndir eftir Bertel Thorvaldsen og safn hans af öðrum listmunum og forngripum.

Vegalengd frá okkur: 270 km

Nánari upplýsingar


Kolding Storcenter

Kolding Storcenter er ein af stærri verslunarmiðstövum Danmerkur.

Þetta er risastór verslunarmiðstöð, flatamál yfir 40 þúsund fermetrar með ca. 140 verslunum, veitingastöðum og nokkrum kvikmyndasölum. Hér er að finna verslanir við allra hæfi, ódýrar og dýrar, litlar og stórar, margar merkjavörubúðir,og verslanir fyrir “stórar konur”, prýðilegir pöbbar finnast einnig.
Hér er líka Bilka verslun sem margir íslendingar þekkja.

Vegalengd frá okkur: 35 km

Nánari upplýsingar


Lalandia

Lalandia er skemmtigarður/vatnaland.

Lalandia er á 2 stöðum í Danmörku..

Annar staðurinn er í Rødby á Lálandi (Lolland) en hinn er í Billund.

Lalandia samanstendur af íbúðum/sumarhúsum í einkaeign sem eru leigð út á vegum Lalandia..

Þar hefur þú aðgang að öllum mögulegum vellystingum sem þar er að finna, til dæmis “Vatnaland” “Skautahöll” “Keilu” “Íþróttamannvirki” “Veitingastaðir” “Verslanir” og margt fleira..

Vatnalandið í Lalandia í Billund er 10.000 fermetrar og þarmeð stærsta vatnaland í NorðurEvrópu

Lalandia í Billund opnaði 24 apríl 2009

Lalandia er latneska nafnið á Lálandi (Lolland)…

Vegalengd frá okkur: 6 km

Nánari upplýsingar


LEGO® House

LEGO® House er nýlega opnað upplifunarsvæði. 12.000 fermetra húsið er fyllt með 25 milljón LEGO® kubbum tilbúið til að gefa LEGO® aðdáendum á öllum aldri fullkominn LEGO® reynslu.

Vegalengd frá okkur: 7 km

NÁNARI UPPLÝSINGAR


LEGOLAND®

Heimsókn í LEGOLAND® er engu lík, þar er eitthvað við allra hæfi, bæði fyrir börn og ekki síður fullorðna.

Sumir halda að LEGOLAND® sé bara fyrir börn en svo er ekki. Við höfum aldrei í öll þau ár sem við höfum búið hér hitt neinn sem ekki er ánæður með heimsókn í LEGOLAND®. Garðurinn er alveg til fyrirmynda varðandi allann aðbúnað og þrifnað.

LEGOLAND® samanstendur af stórkostlegum listigarði, alskonar tækjum, bæði rólegum sem allir geta farið í og svo villtum tækjum fyrir ofurhugana, leikfangasöfnum, fjórvíddarbíói, leiksýningum, veitingastöðum, verslunum og öðrum uppákomum.

Hægt er að eyða löngum tíma LEGOLAND®. Hjá okkur hafa dvalið gestir sem heimsóttu garðinn fimm daga í röð. Aðrir láta sér nægja einn dag og svo eru nokkrir sem afgreiða þetta á 2 til 3 tímum og koma svo heim og hafa bara séð brot af garðinum.

Á háannatímanum frá miðjum júní fram í miðjann ágúst eru biðraðir við öll tæki, alveg uppí eina klukkustund við þau vinsælustu, svo þú nærð ekki mörgum tækjum á einum degi.

Við mælum því með að fólk gefi sér góðann tíma, kaupi frekar tveggjadaga miða eða árskort og njóti þess sem uppá er boðið í rólegheitu, það er alltof oft sem við fáum gesti sem “ætla bara að skreppa í LEGOLAND® í nokkra tíma”, það tekur nú varla langann tíma að skoða nokkra Legokubba segir það, og er svo miður sín yfir því að hafa ekki haft lengri tíma.

Upplagt er að taka með sér nesti því víða eru borð og bekkir fyrir gesti. Þetta þykir alveg sjálfsagt og er mun ódýrara.

Ath: Við lánum ykkur kælitösku til að hafa nestið í.

Vegalengd frá okkur: 6 km

Nánari upplýsingar


Løveparken Givskud Zoo

Dýragarðurinn Löveparken er aðeins ca. 20 km. í norður frá okkur.
Opnar kl 10 á morgnana,opið til kl 17.00 þó lengur á háannatímanum. Lokaður á veturnar:

Þetta er svokallaður safarigarður, með alskonar dýr frá öllum heimsálfum. Þar sem hægt er að keyra innan um dýrin í umhverfi sem líkist þeirra náttúrulegu aðstæðum. Garðinum er skypt upp í nokkra garða t.d Asíugarð, Afiríkugarð, Ljónagarð, Gorilligarð, Húsdýragarð og fleiri.Hægt er að fara um garðana á egin bíl og eða með strætó.

Við mælum með að þú farir á egin bíl, þá er hægt að stoppa að vild nánast hvar sem er, eða fara aukahring, stundum eru dýrin lítið á hreyfingu, þá er upplagt að skoða eitthvað annað og koma svo aftur seinna, þá er allt annað í gangi.Það er oft líka óþolandi heitt í strætónum og hann keyrir bara eftir ákveðinni leið og stoppar eftir fyrirfram ákveðnu prógrammi.

Um suma garðana þarf að ganga, t.d Gorillugarðinn, Apagarðinn og Húsdýragarðinn. ‘A leiðinni í Húsdýragarðinn eru alskonar þrautabrautir,risa sandkassar,trambolin og hoppipúðar.Hægt er að fara í vagntúr í húsdýragarðinum og þá fá börnin mat handa dýrunum og er þetta mjög vinsælt.

Ljónagarðurinn er mjög spennandi svæði, þar er að sjálfsögðu bara hægt að fara um á bíl. Vopnaðir verðir fylgjast með að allt fari nú vel fram, ekki má hafa opinn glugga og verðirnir eru tilbúnir að ýta bílnum burtu ef hann bilar. Ljónunum er gefið einu sinni í viku, þá fá þau t.d. heila belju eða hest sem þau maula svo á næstu daga, mjög tilkomumikil sjón.

Víða eru borð og bekkir og sumstaðar eru logandi grill fyrir gesti, upplagt er því að taka nestið með, kanski grilla, þetta þykir alveg sjálfsagt, virkilega huggulegt, og líka mun ódýrara. MUNDU,, við lánum þér kælitösku til að taka með.

Við erum oft spurð: Hvað þurfum við langann tíma til að skoða Löveparken? Við segjum lámark 4 til 6 tíma, mjög margir eyða öllum deginum þarna, koma þreyttir en ánaægðir heim og segja, þetta var frábært.

Vegalengd frá okkur: 20 km

Nánari upplýsingar


Odense

Óðinsvé (danska Odense) er þriðja stærsta borg Danmerkur og stærsta borg Fjóns.

Árið 2015 töldust íbúar Óðinsvéa rúmlega 173.814 en þó er íbúafjöldi sveitarfélagsins Óðinsvéa um 172.512 (2014). Borgin liggur við Óðinsvéaá, sem er um það bil 3 kílómetra sunnan við Óðinsvéafjörð.

Rithöfundurinn H.C. Andersen var fæddur og uppalinn í Óðinsvéum. Árið 1805, þegar H.C. Andersen fæddist, voru Óðinsvé annar stærsti bær í Danmörku með um 5.000 íbúa. H.C. Andersen gaf Óðinsvéum viðurnefnið “Litla Kaupmannahöfn”.

Kim Larsen, einn þekktasti tónlistarmaður Dana, er búsettur í Óðinsvéum.

Vegalengd frá okkur: 100 km

Nánari upplýsingar


Olsens Paradis

Ólsens Paradís “Olsens Paradise” er skemmtilegur lystigarður sem gaman er að skoða..

Garðurinn skiftist upp í mörg mismunandi svæði og er sjón sögu ríkust..

Vegalengd frá okkur: 52 km

Nánari upplýsingar


Ribe

Fjarðlægð frá okkur er ca.55 km. í suðvestur.

Kóngabærinn Ribe er elsti bær Danmerkur og jafnframt elsti bær á norðurlöndum og ber þess sannanlega merki með sínum gömlu húsum.
Þetta er mjög mikill ferðamannabær og vel þess virði að eyða hér dagsparti því hér er mikið hægt að skoða t.d virða fyrir sér allar útskornu og rósamáluðu útidyrnar, öll skökku húsin, þröngu göturnar, fara ferð í hestvagni eða bara setjast niður á einu af mörgu veitingastöðum hér og viða fyrir sér yðandi mannlífið.
Elstu dómkirkja í Danmörku er hér að finna, byggða 1150, mjög falleg bygging bæði utan og innan.
Við kirkjuna stendur bæjarturninn og upp í hann er hægt að ganga innan úr kirkjunni en tröppurnar þangað upp eru 249 , en vel þess virði, því þegar upp er komið er stórkostlegt útsýni ef skyggni er gott.
Frá turninum sést niður í eitt af fáum storkahreiðrum Danmerkur en það er á strompi á nærliggjandi húsi.
Kirkjan er venjuleg sóknarkirkja og er því lokuð ferðafólki ef kirkjulegar athafnir svo sem jarðarfarir eða brúðkaup fara fram ,en er annars opin flesta daga til kl 17 en ekki er hægt að fara uppí turninn síðasta hálftímann.
Það kostar dkk 12 fyrir fullorðna og dkk 5 fyrir börn að skoða kirkjuna og turninn.

Við hliðina á kirkjunni er gamla tugthúsið,sem breitt hefur verið í mynjagripaverzlun,en í kjallaranum eru gömlu fangaklefarnir með ýmsum söluvarningi, hver með sínum lit.

Ribeáin liggur í gegnum bæinn og minni bátar geta siglt upp að brúnni í miðbænum.
Ef gengið er niður með ánni ca 100 metra vinsta megin við brúna,kemur þú að súlu sem stendur í árbakkanum, á henni eru kopargjarðir með ártölum, hér er hægt að sjá hvað flóðin náðu hátt áður en varnargarðarnir við ströndina voru byggðir.
Talið er að 7000 manns hafi druknað í Ribe í mesta flóðinu.

Hægt er að aka niður að varnargörðunum ca 7 km,en þar er lítill skipastigi, veitingastaður og sumarhús: Sjá skilti Kammerslusen.

Vikingasafn er í Ribe og fáa km sunnan við bæinn er Vikingacentret, þar er hægt að sjá hvernig ekta víkingar lifa.

Vegalengd frá okkur: 60 km

Nánari upplýsingar


Teddy Bear Art Museum

Teddy Bear Art Museum opnar í maí 2018. Teddy Bear Art Museum er til húsa í fyrrum einkaheimili LEGO fjölskyldunnar í hjarta Billund.

Vegalengd frá okkur: 6,3 km

Nánari upplýsingar


Vejle

Vejle er fjarðarbær austanvert á Suður-Jótlandi í Danmörku með 53.230 íbúa (2014).

Góðar göngugötur og gott að versla..

Vegalengd frá okkur: 22 km

Nánari upplýsingar


Þýsku landamærin

Á Þýsku landamærunum er að finna “Landamæraverslanir” þar sem margt er ódýrara en í venjulegum verslunum.

 

.

 

Vegalengd frá okkur: 110 km

Deila þessari síðu: